top of page
Skrímslin í Hraunlandi
Skrímslin í Hraunlandi eru ljúfar og kátar litlar verur sem aðeins börn geta séð. Hvert og eitt skrímsli býr yfir sérstökum hæfileikum sem þau hafa fengið frá náttúrunnar hendi. Skrímslin hafa búið hjá okkur mönnunum í aldaraðir. En nú þurfa þau allt í einu að yfirgefa heimili sín, torfbæina, í fyrsta sinn og búa sig undir kaldan og grimman vetur, alveg sjálf.
Skrímslin þurfa að læra að vinna saman ef þau eiga að lifa af stormana framundan. Þegar allt virðist ætla að fara á versta veg fá þau hjálp úr óvæntri átt og læra hversu máttug vináttan er.
bottom of page